Aron vann fjórfalt með Barcelona í vetur því hann varð einnig spænskur meistari, spænskur deildarbikarmeistari og spænskur bikarmeistari.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn var reyndar búinn að bíða svolítið lengi eftir Meistaradeildargulli eða í níu ár. Aron vann Meistaradeildina áður tvisvar sinnum með Kiel eða 2010 og 2012.
@FCBhandbol are the #ehfcl CHAMPIONS! #ehffinal4 #showtimeforehffinal4 pic.twitter.com/OezxQVncVe
— EHF Champions League (@ehfcl) June 13, 2021
Aron hefur hins vegar verið landsmeistari samfellt frá árinu 2012 eða á tíu tímabilum í röð, fyrst fjögur í röð með Kiel í Þýskalandi, þá tvö ár í röð með Veszprém í Ungverjalandi og síðustu fjögur ár með Barcelona á Spáni.
Alls hefur Aron unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum og að minnsta kosti einn stóran titil á tólf tímabilum í röð.
Hafnfirðingurinn hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, níu sinnum unnið bikarinn, þrisvar sinnum orðið heimsmeistari félagsliða, fjórum orðið spænsku deildarbikarmeistari og svo auðvitað unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum.
#ehffinal4 #showtimeforehffinal4 @FCBhandbol pic.twitter.com/1PR9CHre86
— EHF Champions League (@ehfcl) June 13, 2021
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er listinn yfir titla Arons sem atvinnumaður í handbolta orðinn afar glæsilegur.
Stórir titlar Arons Pálmarssonar á tólf tímabilum í röð:
- 2009/10 með Kiel - Landsmeistari + Meistaradeildin
- 2010/11 með Kiel - Bikarmeistari + Heimsmeistari félagsliða
- 2011/12 með Kiel - Landsmeistari + Bikarmeistari + Meistaradeildin
- 2012/13 með Kiel - Landsmeistari + Bikarmeistari
- 2013/14 með Kiel - Landsmeistari
- 2014/15 með Kiel - Landsmeistari
- 2015/16 með Veszprém - Landsmeistari + Bikarmeistari
- 2016/17 með Veszprém - Landsmeistari + Bikarmeistari
- 2017/18 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar
- 2018/19 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Heimsmeistari félagsliða
- 2019/20 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Heimsmeistari félagsliða
- 2020/21 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Meistaradeildin