Handbolti

Paris Saint-Germain tók bronsið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn PSG fagna sigri dagsins.
Leikmenn PSG fagna sigri dagsins. Marius Becker/picture alliance via Getty Images

Paris Saint-Germain og HBC Nantes áttust við í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Stjörnuprýtt lið PSG gaf eftir í seinni hálfleik, en sprengdu leikinn upp á réttum tíma og unnu að lokum 31-28.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum þegar stutt var til hlés.

PSG tóku þá gott áhlaup og undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 12-12 í 17-13 og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik söxuðu leikmen Nantes hægt og bítansi á forskot PSG. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 24-24.

PSG settu þá í fluggírinn og náðu fimm marka forskoti þegar stutt var til leiksloka. Nantes skoraði seinustu tvö mörk leiksins og 31-28 sigur PSG því staðreynd.

PSG tók því bronsið en leikmenn Nantes fara tómhentir heim. Úrslitalikurinn á milli Álaborgar og Barcelona fer fram seinna í dag, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar og Aron Pálmarsson spilar fyrir Barcelona. Það er því ljóst að sama hvernig fer þá verður það Íslendingur sem sigrar Meistaradeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×