Handbolti

Paris Saint-Germain tók bronsið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn PSG fagna sigri dagsins.
Leikmenn PSG fagna sigri dagsins. Marius Becker/picture alliance via Getty Images

Paris Saint-Germain og HBC Nantes áttust við í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Stjörnuprýtt lið PSG gaf eftir í seinni hálfleik, en sprengdu leikinn upp á réttum tíma og unnu að lokum 31-28.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum þegar stutt var til hlés.

PSG tóku þá gott áhlaup og undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 12-12 í 17-13 og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik söxuðu leikmen Nantes hægt og bítansi á forskot PSG. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 24-24.

PSG settu þá í fluggírinn og náðu fimm marka forskoti þegar stutt var til leiksloka. Nantes skoraði seinustu tvö mörk leiksins og 31-28 sigur PSG því staðreynd.

PSG tók því bronsið en leikmenn Nantes fara tómhentir heim. Úrslitalikurinn á milli Álaborgar og Barcelona fer fram seinna í dag, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar og Aron Pálmarsson spilar fyrir Barcelona. Það er því ljóst að sama hvernig fer þá verður það Íslendingur sem sigrar Meistaradeildina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.