Dyggðaskreytingarárátta áhrifavalda Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. júní 2021 11:00 Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar