Viðbrögð við náttúruhamförum Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:00 Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desember 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyðisfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands voru 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári. Samræmi í tryggingarvernd er nauðsyn Tjón af völdum náttúruhamfara geta reynst hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara hefur því verulega þýðingu hér á landi, sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara. Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Má þar nefna ýmiss konar vöktun náttúruvár, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, verkefni Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð ásamt þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða. Þá spila tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina, bæði lögboðnar tryggingar og valfrjálsar tryggingar. Þó við séum miklu betur í stakk búin fyrir glímuna við náttúruöflin núna heldur en lengst af í Íslandssögunni þá er ljóst að enn er hægt er að gera betur. Mikilvægar upplýsingar verða til hjá heimamönnum jafnt og stjórnvöldum í kjölfar hvers atburðar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að halda áfram að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem við höfum ekki séð áður, ásamt öðrum sem við höfum margoft heyrt umræður um. Þar má nefna að ítrekað hefur verið bent á ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Tillaga um úttekt á tryggingarvernd og verklagi Ég álít að það sé löngu tímabært að gerð verði úttekt á þessum málum og hef því, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar, lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Markmið tillögunnar er að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta. Þar þarf að meta samræmi í viðbrögðum, hvort einhvers staðar séu göt í kerfinu, hvað hefur ekki fengist bætt og hvers vegna ekki, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjölfar hamfara fellur. Þá er lagt til að í úttektinni verði metið hvernig hægt sé að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í viðbrögðum vegna náttúruhamfara til framtíðar, svo sem með breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum. Þá væri þarft að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Úttekt sem þessi er löngu orðin tímabær. Það er margt hægt að læra af liðnum atburðum og mikilvægt er að nýta reynsluna til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Almannavarnir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desember 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyðisfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands voru 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári. Samræmi í tryggingarvernd er nauðsyn Tjón af völdum náttúruhamfara geta reynst hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara hefur því verulega þýðingu hér á landi, sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara. Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Má þar nefna ýmiss konar vöktun náttúruvár, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, verkefni Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð ásamt þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða. Þá spila tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina, bæði lögboðnar tryggingar og valfrjálsar tryggingar. Þó við séum miklu betur í stakk búin fyrir glímuna við náttúruöflin núna heldur en lengst af í Íslandssögunni þá er ljóst að enn er hægt er að gera betur. Mikilvægar upplýsingar verða til hjá heimamönnum jafnt og stjórnvöldum í kjölfar hvers atburðar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að halda áfram að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem við höfum ekki séð áður, ásamt öðrum sem við höfum margoft heyrt umræður um. Þar má nefna að ítrekað hefur verið bent á ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Tillaga um úttekt á tryggingarvernd og verklagi Ég álít að það sé löngu tímabært að gerð verði úttekt á þessum málum og hef því, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar, lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Markmið tillögunnar er að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta. Þar þarf að meta samræmi í viðbrögðum, hvort einhvers staðar séu göt í kerfinu, hvað hefur ekki fengist bætt og hvers vegna ekki, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjölfar hamfara fellur. Þá er lagt til að í úttektinni verði metið hvernig hægt sé að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í viðbrögðum vegna náttúruhamfara til framtíðar, svo sem með breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum. Þá væri þarft að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Úttekt sem þessi er löngu orðin tímabær. Það er margt hægt að læra af liðnum atburðum og mikilvægt er að nýta reynsluna til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun