Hvenær máttu bjóða þig fram? Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. júní 2021 07:31 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun