Frístundargaman utanríkisráðherra og tengd mál Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2021 10:00 Í fyrra haust kom upp COVID-smit á hóteli á Suðurlandi, þar sem ráðherrar höfðu setið á fundi. Þurfti því að skima mannskapinn, en ekki náðist í utanríkisráðherra, en hann var sagður vera í fríi á Austurlandi. Fríið gekk út á það, eins og í ljós kom við eftirgrennslan, að veiða hreindýr, sér til tómstundagamans og skemmtunar, því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Eins kom það í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn allmikið hins vegar, glaðbeittur að sjá og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og voru svo endanlega drepin það sumar. Flott sport og tómstundagaman það! Það er von, að utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra njóti sín í þessum óþörfu og vægðarlausu árásum á saklaus og varnarlaus dýr. Nefna má hér, að aðstoðarmaðurinn er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Í janúar 2020 héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir og sú stefna virtist hafa verið mörkuð, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind stefnumörkun, frá janúar 2020 var því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm frá 1. ágúst verið leyft og stundað. Þetta þýddi auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og þá mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir frá þeim tíma. Í okkar huga var og er þetta dráp hreinkúa, frá litlum og hjálparvana kálfum, hreint dýraníð og stjórnvöldum, sem það leyfa, og veiðimönnum, sem slíkar veiðar stunda, til mikillar skammar. Stefna stjórnvalda um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma!? Nei, aldeilis ekki. Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að fella saklaus og varnarlaus hreindýrin, sér til gleði og skemmtunar - að málinu og höfðu greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er ráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir vaska veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðerra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðhherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því að geldar kýr eru ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hverjir þeir eru í reynd, áður en þeir kjósa. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Skotveiði Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í fyrra haust kom upp COVID-smit á hóteli á Suðurlandi, þar sem ráðherrar höfðu setið á fundi. Þurfti því að skima mannskapinn, en ekki náðist í utanríkisráðherra, en hann var sagður vera í fríi á Austurlandi. Fríið gekk út á það, eins og í ljós kom við eftirgrennslan, að veiða hreindýr, sér til tómstundagamans og skemmtunar, því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Eins kom það í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn allmikið hins vegar, glaðbeittur að sjá og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og voru svo endanlega drepin það sumar. Flott sport og tómstundagaman það! Það er von, að utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra njóti sín í þessum óþörfu og vægðarlausu árásum á saklaus og varnarlaus dýr. Nefna má hér, að aðstoðarmaðurinn er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Í janúar 2020 héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir og sú stefna virtist hafa verið mörkuð, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind stefnumörkun, frá janúar 2020 var því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm frá 1. ágúst verið leyft og stundað. Þetta þýddi auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og þá mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir frá þeim tíma. Í okkar huga var og er þetta dráp hreinkúa, frá litlum og hjálparvana kálfum, hreint dýraníð og stjórnvöldum, sem það leyfa, og veiðimönnum, sem slíkar veiðar stunda, til mikillar skammar. Stefna stjórnvalda um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma!? Nei, aldeilis ekki. Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að fella saklaus og varnarlaus hreindýrin, sér til gleði og skemmtunar - að málinu og höfðu greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er ráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir vaska veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðerra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðhherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því að geldar kýr eru ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hverjir þeir eru í reynd, áður en þeir kjósa. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun