Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 07:31 Luka Doncic fagnar eftir sigurinn á Los Angeles Clippers. getty/Kevork Djansezian Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira