Körfubolti

„Ætla að byrja á því að sofa að­eins og svo er það sumar­frí“

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar
Ólafur einbeittur á hliðarlínunni í kvöld.
Ólafur einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára

,,Tilfinningin er hrikalega góð, það sveif einhvern veginn á mig þessi sæluvíma eftir leik, þetta er geggjað,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, aðalþjálfari Vals, eftir sigur á Haukum sem tryggði Íslandsmeistarartitilinn. Strax í kjölfarið hellti Kiana Johnson, leikmaður Vals, vatni úr brúsa sínum yfir Ólaf.

„Liðs-effort út í gegn er lykillinn. Það er alltaf nýr og nýr aðili sem stígur upp í þessu liði. Þegar við spilum svona eins og undanfarið þá er helvíti erfitt að stoppa okkur.“

Var eitthvað stress í þér hvort þið mynduð klára sigur í þessum leik? Haukar voru yfir þegar sex mínútur voru eftir.

„Auðvitað, þetta er hörku Haukalið, fullt credit á Haukana. Ég þakka þeim kærlega fyrir þessa seríu, geggjað þjálfarateymi og ég þakka þeim kærlega fyrir.“

Var þetta það sem lagt var upp með fyrir mót, að klára með Íslandsmeistaratitli?

„Já, klárlega. Það var sagt við mig um leið og ég steig inn í þetta hús að það er keyrt á alla titla og ég fíla það. Svona eigum við að gera þetta.“

Hvað tekur við hjá þér núna?

„Ég ætla að byrja á því að sofa aðeins og svo er sumarfrí. Ég mun njóta þess að vera með guttanum og gera eitthvað heima fyrir,“ sagði Ólafur að lokum.


Tengdar fréttir

„Ábyggilega það besta í heimi“

„Þetta er geggjuð tilfinning, þetta er ábyggilega eitt það best í heimi,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Íslandmeistara Vals eftir þriðja sigurinn gegn Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×