Höfum áhrif - kjósum framtíðina! Brynjólfur Magnússon skrifar 2. júní 2021 10:00 Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar