Höfum áhrif - kjósum framtíðina! Brynjólfur Magnússon skrifar 2. júní 2021 10:00 Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar