Höfum áhrif - kjósum framtíðina! Brynjólfur Magnússon skrifar 2. júní 2021 10:00 Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Skoðun Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar