Hötuðust en best? Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. júní 2021 09:00 Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun