Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 08:00 Russell Westbrook hitti skelfilega gegn Philadelphia 76ers en náði þrefaldri tvennu eins og venjulega. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira