Handbolti

KA mætir Val án Ólafs

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Gústafsson þarf að gera sér að góðu að fylgjast með úrslitakeppninni í sjónvarpinu.
Ólafur Gústafsson þarf að gera sér að góðu að fylgjast með úrslitakeppninni í sjónvarpinu. vísir/hulda margrét

Tímabilinu er lokið hjá Ólafi Gústafssyni, handknattleiksmanni KA, vegna hnémeiðsla sem hafa plagað hann síðustu tvo og hálfan mánuð.

Þetta staðfesti Ólafur við handbolta.is. Vonir stóðu til þess að þessi öfluga skytta og varnarmaður gæti jafnað sig, meðal annars með sprautu í hnéð, og hann kom við sögu í þremur leikjum í kringum lok apríl og maí. Nú er niðurstaðan hins vegar sú að hann neyðist til þess að fara í aðgerð.

Ólafur missir því af einvígi KA við Val í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Fyrri leikurinn er í KA-heimilinu annað kvöld kl. 18 og sá seinni í Origo-höllinni á föstudagskvöld. Liðið sem skorar fleiri mörk í einvíginu samanlagt kemst í undanúrslit. Verði jafnt kemst það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×