Skoðun

Hvað getum við gert fyrir ykkur?

Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa

Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að.

Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju.

Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti.

Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur?

Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.