Tveir af bestu kylfingum heims miklir óvinir: Gott að búa frítt í hausnum á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 09:30 Brooks Koepka og Bryson DeChambeau þola ekki hvorn annan. Getty/Andrew Redington Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka eru engir vinir og deilur þeirra eru komnar út í það að þeir eru farnir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum. Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira