Körfubolti

„Örlögin ákváðu að þetta færi í oddaleik“

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Darri lifir sig inn í leikinn í kvöld.
Darri lifir sig inn í leikinn í kvöld. vísir/bára

Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld

„Þeir voru bara betri í kvöld. Við lögðum svolitla áherslu á að taka burtu rúllið hjá Kristófer [Acox] því það gekk ekki vel síðast. Þá kannski opnuðust aðrir hlutir. Sérstaklega í fyrri hálfleik.“

Oddaleikurinn leggst vel í þjálfarann samt sem áður.

„Já, við verðum bara að taka því þannig að örlögin hafi bara ákveðið þetta. Okkur finnst við ennþá hafa fullt af tækifærum til þess að gera töluvert betur og við mætum bara tilbúnir á föstudaginn.“

Valsmenn voru duglegir að komast inn í miðjuna í leiknum, eitthvað sem þeir höfðu ekki verið að gera í hinum leikjunum og voru sterkari í vörninni á Tyler Sabin.

„Þeir tröppuðu harðar á Sabin. Kannski engin kjarneðlisfræði að leysa það en það var nýtt. Þeir leiddu líka leikinn í einhverjar 32 mínútur. Við fengum einhverja sénsa en maður getur ekki tekið einhverja „moral victories“ í þessu,“ sagði Darri.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.