Devin Booker á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 16:01 Devin Booker er að gera flotta hluti með Phoenix Suns og er líklegur sem ein af stórstjörnum NBA-deildarnnar næstu árin. AP/Ross D. Franklin Hingað til hefur það verið nánast dauðadómur fyrir körfuboltaferil NBA leikmanns að verða kærasti einhverjar úr Kardashian fjölskyldunni. Eða þangað til að Devin Booker tók sig til og sendi bölvunina til föðurhúsanna. Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021 NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira