Eilífðarvélar hins opinbera Hildur Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2021 23:00 Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun