Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:00 Halldór Jóhann var ekki sáttur með sína menn í dag. Vísir/Bára Dröfn Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita