Hvernig byggjum við upp samfélagið með tættum foreldrum? Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 23. maí 2021 19:30 Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar