Verður Mickelson sá elsti til að vinna risamót? Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 11:31 Það hallaði aðeins undan fæti eftir frábæra byrjun Mickelsons á hringnum í gær. Getty Images/Sam Greenwood Kylfingurinn Phil Mickelson er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi þegar einum hring er ólokið. Þriðji hringurinn var leikinn í gærkvöld og í nótt á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Mickelson leiddi eftir annan hringinn ásamt Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen en hann jók forystuna snemma í gær með frábærri byrjun. Mickelson fékk fimm fugla á fyrstu tíu holunum og komst mest í fimm högga forystu. The year is 2021, and @PhilMickelson is walking in birdie putts for a 5-shot lead on a Saturday at a major. #PGAChamppic.twitter.com/sVOBcK4kaE— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Hann gaf hins vegar aðeins eftir þegar leið á hringinn, fékk tvo skramba og einn skolla, en náði þó að ljúka hringnum á tveimur höggum undir pari. Mickelson er í forystu á sjö höggum undir pari í heildina, höggi á undan Brooks Koepka sem einnig lék á tveimur undir parinu á hring gærdagsins. Oosthuizen er þriðji höggi á eftir Koepka. Leaderboard after 54 holes at the #PGAChamp:1. @PhilMickelson -72. @BKoepka -63. @Louis57TM -54. @Streels54 -4T5. @CbezGolf -3T5. @BrandenGrace T7. @B_DeChambeau -2T7. @JoacoNiemann T7. @GaryWoodland— PGA TOUR (@PGATOUR) May 23, 2021 Mickelsen er fimmtugur og getur orðið sá elsti til að fagna sigri á risamóti, takist honum að viðhalda góðri frammistöðu á síðasta hringnum í kvöld. Það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson varð tíundi árið 2000. Julius Boros er sá elsti sem hefur unnið risamót en hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu 48 ára gamall árið 1968. Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending klukkan 17:00 í dag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. PGA-meistaramótið Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mickelson leiddi eftir annan hringinn ásamt Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen en hann jók forystuna snemma í gær með frábærri byrjun. Mickelson fékk fimm fugla á fyrstu tíu holunum og komst mest í fimm högga forystu. The year is 2021, and @PhilMickelson is walking in birdie putts for a 5-shot lead on a Saturday at a major. #PGAChamppic.twitter.com/sVOBcK4kaE— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Hann gaf hins vegar aðeins eftir þegar leið á hringinn, fékk tvo skramba og einn skolla, en náði þó að ljúka hringnum á tveimur höggum undir pari. Mickelson er í forystu á sjö höggum undir pari í heildina, höggi á undan Brooks Koepka sem einnig lék á tveimur undir parinu á hring gærdagsins. Oosthuizen er þriðji höggi á eftir Koepka. Leaderboard after 54 holes at the #PGAChamp:1. @PhilMickelson -72. @BKoepka -63. @Louis57TM -54. @Streels54 -4T5. @CbezGolf -3T5. @BrandenGrace T7. @B_DeChambeau -2T7. @JoacoNiemann T7. @GaryWoodland— PGA TOUR (@PGATOUR) May 23, 2021 Mickelsen er fimmtugur og getur orðið sá elsti til að fagna sigri á risamóti, takist honum að viðhalda góðri frammistöðu á síðasta hringnum í kvöld. Það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson varð tíundi árið 2000. Julius Boros er sá elsti sem hefur unnið risamót en hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu 48 ára gamall árið 1968. Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending klukkan 17:00 í dag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
PGA-meistaramótið Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira