Bílar

Forvali fyrir bíl ársins lokið

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Frá prófunardegi BÍBB árið 2019.
Frá prófunardegi BÍBB árið 2019. Vísir/KÁG

Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni.

Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár.

Honda e í hleðslu.

Bílar í úrslitum

Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES

Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4.

Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear.

Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender.

Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.