Curry og félagar spila upp á „sigur eða sumarfrí“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:30 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors verða að vinna í kvöld. AP/Gerald Herbert Umspil NBA deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með hreinum úrslitaleik á milli Golden State Warriors og Memphis Grizzlies um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira