Viðskipti innlent

Upp­bygging hjá KR meðal stærri á­fanga í sögu fé­lagsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifa undir samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifa undir samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. KR

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður íþróttafélagsins KR, undirrituðu í hádeginu samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. Meðal annars á að byggja fjölnota knatthús ásamt því að heildarskipulagi KR-svæðisins á að breyta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgarstjóra og á vef KR. Í tilkynningu segir að fjölnota knatthús muni gerbylta allri aðstöðu og starfsemi á svæði KR.

„Samningur þessi byggir á mikilli skipulags- og hugmyndavinnu sem forsvarsmenn KR hafa unnið með arkitektunum Bjarna Snæbjörnssyni, Snædísi Bjarnadóttur og Páli Gunnlaugssyni síðustu ár,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að samningurinn sé mikil lyftistöng fyrir allt íþrótta- og félagsstarf í Vesturbænum og teljist til stærri áfanga í 122 ára sögu íþróttafélagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×