Af líffræðilegri fjölbreytni! Starri Heiðmarsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar