Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna Þóra Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 07:00 Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun