Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 15:31 Bitcoin hafði þegar mest var tapað tæpum þrjátíu prósentum af verðmæti sínu á einum sólarhring. EPA/SASCHA STEINBACH Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta. Rafmyntir Kína Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta.
Rafmyntir Kína Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira