Tesla hættir að taka við Bitcoin Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 08:52 Elon Musk, forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021 Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021
Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent