Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 13:31 Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. vísir/bára Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31
Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15