Stór skref strax: Svona bætum við réttarstöðu þolenda Jóhann Páll Jóhannsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifa 18. maí 2021 09:00 MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Jóhann Páll Jóhannsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun