Viðskipti innlent

Fyrsta flugið verður til London í lok júní

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/vilhelm

Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins.

„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir félagið. Fólk er búið að vinna hörðum höndum að þessu í marga mánuði. Þetta er ótrúlega flókið og langt ferli en þetta er mjög stór dagur fyrir okkur í Play,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu.

Flugfélagið tilkynnti skömmu fyrir hádegi að flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu væri í höfn. Fyrsta flugvél félagsins var afhent í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og kemur til Íslands í byrjun júní. Hún verður þvínæst máluð í einkennislitum Play.

„Og við erum að taka fyrsta flugið rétt fyrir lok júnímánaðar,“ segir Birgir.

Og hvert verður farið?

„Fyrsta flugið verður til Stansted í London og svo fáum við fleiri flugvélar í júlí og aukum starfsemina jafnt og þétt í sumar.“

Birgir sagði í Víglínunni á Stöð 2 í byrjun maí að á meðal áfangastaða Play yrðu stærstu borgir í Evrópu; Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar, auk Alicante og Tenerife. Þá kæmi Bandaríkjaflug jafnvel til greina í lok árs.


Tengdar fréttir

Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður.

Þóra fer frá Icelandair yfir til Play

Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,02
154
900.662
REITIR
3,59
26
642.616
BRIM
2,6
9
269.537
REGINN
2,53
10
296.182
EIK
2,52
10
100.670

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,52
11
186.039
ISB
-1,12
53
271.181
FESTI
-0,91
13
226.995
KVIKA
-0,75
28
640.880
VIS
-0,25
18
340.294
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.