Viðskipti innlent

Landsbankinn sér annað en Íslandsbankinn í kristalskúlunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landsbankinn Grafarholti
Landsbankinn Grafarholti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandsi haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 19. maí. Þó telur deildin að óðum styttist í vaxtahækkun.

Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 0,75% síðan í nóvember á síðasta ári. Hagfræðideild bankans telur að óvissan sem snýr að því hvort vöxtum verði haldið óbreyttum eða þeir hækkaðir sé töluvert mikil að þessu sinni. Samfara vaxtaákvörðuninni koma út Peningamál Seðlabankans með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá.

„Sú spá sem þar birtist mun hafa mikil áhrif á vaxtaákvörðunina,“ segir í tilkynningu Landsbankans.

„Verðbólguþróunin það sem af er ári hefur reynst umtalsvert óhagstæðari en spáð hafði verið og hefur verðbólga mælst yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins allt þetta ár. Í febrúar spáði Seðlabankinn að verðbólga yrði 3,9% á fyrsta ársfjórðungi en raunin var hins vegar 4,2%.“

Ein meginskýring aukinnar verðbólgu í apríl sé óvænt hækkun á verðmælingu á húsnæðislið vísitölu neysluverðs.

„Ekki er þó einungis hægt að skella skuldinni á hækkanir á fasteignamarkaði þar sem verðbólga án húsnæðis hefur einnig reynst há, eða á bilinu 4,5-4,8% síðustu mánuði. Kjarnavísitala 3, sem mælir verðbólgu án ýmissa sveiflukenndra liða, var 5,3% núna í apríl og hefur verið á bilinu 5-5,5% á þessu ári.“

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki í eitt prósent þann 19. maí.


Tengdar fréttir

Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku

Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,98
15
198.055
HAGA
1,69
15
284.591
SVN
1,13
43
230.151
SJOVA
1,07
7
114.523
ICEAIR
1,04
95
128.318

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,68
19
214.289
ICESEA
-0,57
2
10.530
BRIM
-0,55
7
12.308
ORIGO
-0,39
2
1.771
VIS
-0,3
5
197.500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.