Viðskipti innlent

Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stýrivaxtir fara hækkandi gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir.
Stýrivaxtir fara hækkandi gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir. Vísir/Vilhelm

Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka.

„Mikil og þrálát verðbólga ásamt minnkandi óvissu um komandi efnahagsbata munu ríða baggamuninn um vaxtahækkun þótt óbreyttir vextir séu ekki útilokaðir,“ segir í spánni

Í kjölfarið er gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum fram á lokafjórðung ársins en hægfara vaxtahækkunarferli eftir það.

„Horfur um þróun stýrivaxta á komandi fjórðungum hafa tekið nokkrum breytingum frá síðustu spá Greiningar. Eftir sem áður er búist við fremur hægum takti vaxtahækkana, en að hækkunarferlið verði fyrr á ferðinni en búist var áður við í ljósi meiri verðbólgu, seiglu í innlendri eftirspurn og breyttra vaxtahorfa erlendis svo nokkuð sé nefnt.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
0
1
21.400
KVIKA
0
3
80.226
REITIR
0
1
105
ISB
0
8
42.186
ORIGO
0
1
2.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,55
12
130.004
SIMINN
-0,81
24
290.379
BRIM
-0,68
2
13.087
SVN
-0,45
1
706
ARION
-0,26
7
120.869
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.