Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 10:00 Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar