Meiri kraftur - meira gaman Logi Einarsson skrifar 13. maí 2021 08:01 Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun