Viðskipti innlent

Sex sinnum fleiri brottfarir erlendra farþega í apríl

Eiður Þór Árnason skrifar
Óvenju rólegt hefur verið á Keflavíkurflugvelli síðastliðna fimmtán mánuði.
Óvenju rólegt hefur verið á Keflavíkurflugvelli síðastliðna fimmtán mánuði. Vísir/vilhelm

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 5.800 í aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Eru það sex sinnum fleiri brottfarir en í apríl 2020, þegar brottfarir voru tæplega eitt þúsund.

Frá áramótum hafa tæplega 18.000 erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 94,7% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 334 þúsund.

Langflestar brottfarir í apríl má rekja til Pólverja eða um fjórðung (25,8%), af því er fram kemur á vef Ferðamálastofu. Þar á eftir fylgja brottfarir Þjóðverja (12,5% af heild) og Bandaríkjamanna (8,9% af heild).

Brottfarir Íslendinga í apríl voru um 3.000 en í sama mánuði í fyrra voru þær um 300 talsins. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 14.500 eða 83,7% færri en á sama tímabili í fyrra.


Tengdar fréttir

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.

Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið

Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.