Flestallt lokað á Króknum en leikur við Stjörnuna í kvöld: „Mér finnst það svolítið skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 13:32 Tindastóll spilar mikilvægan leik í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta, í skugga kórónuveirusmita sem greinst hafa í Skagafirði síðustu daga. vísir/hulda Þrátt fyrir að skólum, fyrirtækjum, sundlaugum og skíðasvæði hafi verið lokað í Skagafirði vegna kórónuveirusmita þá verður spilað þar í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31
Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn