Flestallt lokað á Króknum en leikur við Stjörnuna í kvöld: „Mér finnst það svolítið skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 13:32 Tindastóll spilar mikilvægan leik í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta, í skugga kórónuveirusmita sem greinst hafa í Skagafirði síðustu daga. vísir/hulda Þrátt fyrir að skólum, fyrirtækjum, sundlaugum og skíðasvæði hafi verið lokað í Skagafirði vegna kórónuveirusmita þá verður spilað þar í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31
Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti