Sport

Dagskráin í dag - Lokaumferðin í Dominos deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dominos deildin klárast í kvöld.
Dominos deildin klárast í kvöld. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Dominos deild karla í körfubolta lýkur í kvöld með heilli umferð og er mikil spenna fyrir því hvernig fyrsta umferð úrslitakeppninnar raðast upp.

Leikur Vals og Grindavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6.sæti deildarinnar með 22 stig, líkt og KR sem er í 4.sætinu og mæta ÍR í kvöld.

Íslenskur körfubolti verður fyrirferðamikill á skjánum í kvöld en klukkan 17:00 verður lokaumferð Dominos deildar kvenna gerð upp á Stöð 2 Sport.

Þá verða Seinni Bylgjan og GameTíví á sínum stað, venju samkvæmt auk þess sem einn leikur úr spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.