Handbolti

Mikilvægt fyrir Aftureldingu að við erum að fjárfesta í ungum leikmönnum

Andri Már Eggertsson skrifar
Gunnar Magnússon snéri aftur á bekkinn hjá Aftureldingu eftir verkefni með landsliðinu
Gunnar Magnússon snéri aftur á bekkinn hjá Aftureldingu eftir verkefni með landsliðinu Vísir/Hulda

Afturelding tapaði sínum þriðja leik í röð í dag þegar þeir mættu FH í Kaplakrika. Leikurinn var jafn og spennandi en FH ingarnir voru betri á lokamínútunum sem endaði með 30-27 sigri FH.

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með að fá ekki hið minnsta eitt stig úr þessum leik.

„Ég er ótrúlega svekktur að fá ekki hið minnsta eitt stig. Í lok fyrri hálfleiks vorum við að tapa boltanum mjög auðveldlega sem endaði með að FH skoraði 7 mörk sem er allt of dýrt," 

„Við vorum þreyttir á þessum kafla í fyrri hálfleik, sem verður til þess að við gerðum klaufaleg mistök, þetta er þriðji leikurinn í röð sem við förum að gera slæma tæknifeila," sagði Gunnar um 7-1 kafla FH í fyrri hálfleik.

Afturelding átti góðan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir komust yfir og voru loka mínútur leiksins æsispennandi. 

„Það kom markvarsla í þessum kafla, uppstillt vörn allan leikinn var mjög fín og erum við mjög agaðir sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila á móti okkur sem var munurinn í seinni hálfleik. Í lokinn vorum við smá klaufar ásamt því var Phil Dhöler góður í markinu." 

Afturelding er núna í 7. sæti deildarinnar, deildin er jöfn og var Gunnar Magnússon meðvitaður um það að svo gæti farið að Afturelding missi af úrslitakeppninni. 

„Við höfum horft á liðin fyrir neðan okkur í allan vetur. Við erum að fjárfesta í ungviðnum, gefa þeim mikla reynslu og leiki undir beltið." 

„Það er gaman að sjá ungu strákana mína taka framförum sem eru að bæta sig í hverri viku og er þetta mikilvæg fjárfesting bæði fyrir Aftureldingu sem og drengina," sagði Gunnar að lokum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.