Handbolti

Flugeldasýning og með því á Akureyri í kvöld

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
BIkarinn fer á loft í Safamýrinni.
BIkarinn fer á loft í Safamýrinni. vísir/hulda margrét

KA/Þór unnu sinni fyrsta deildarmeistaratitil í Olís-deild kvenna þegar þær sóttu Fram heim. KA/Þór þurftu jafntefli til og endaði leikurinn 27-27.

„Okkur líður dásamlega, bara ótrúlega vel. Það er ótrúlega gaman að vinna. Þetta var erfiður leikur og við byrjuðum ekki nógu sterkt. Vörnin var kaflaskipt en seinni hálfleikurinn var mjög flottur,“ sögðu Martha og Rut, leikmenn KA/Þór, glaðar eftir leikinn. 

KA/Þór áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og fengu litla sem enga markvörslu. Hálfleikstölur voru 17-12 fyrir Fram og því erfitt verk fyrir höndum. 

„Við ákváðum í hálfleik að mæta þeim aðeins utar og berja aðeins á þeim og það skilaði sér. Við keyrðum á þær í seinni hálfleik og markvarslan var flott þannig það skilaði okkur þessum sigri.“

Þrátt fyrir að vera fyrsti deildarmeistaratitill KA/Þórs þá er þetta ekki fyrsti titillinn sem þær lyfta í Safamýrinni. Þær unnu Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í haust. 

„Það væri geggjað að taka á móti bikar heima í KA-heimilinu en þetta er erfiður útivöllur, klárlega. Okkur líður greinilega vel hérna, það er bara þannig.“

Næst á dagskrá er úrslitakeppnin og kváðu stelpurnar vel stemmdar fyrir henni. 

„Við erum vel stemmdar. Það er búið að vera ótrúlega góður andi í liðinu og við erum búnar að bæta okkur ótrúlega mikið. Við erum mjög tilbúnar.“

Nú tekur við rútuferð og flugeldasýning og með því á Akureyri í kvöld. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.