Viðskipti innlent

Sigurður nýr for­stöðu­maður hjá Lands­virkjun

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Markússon.
Sigurður Markússon. Landsvirkjun

Sigurður Markússon hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Sigurður muni leiða öflugan og framsækinn hóp starfsfólks, sem leiti uppi, styðji og stuðli að orkutengdri nýsköpun. 

„Þar leynast fjölbreytt tækifæri framtíðar til orku- og afurðasölu og tengdrar verðmætasköpunar. Hann hefur víðtæka reynslu af nýsköpun í orkumálum og hefur leitt og þróað fjölda rannsóknar- og nýsköpunarverkefna. Hann hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2011 á Þróunarsviði í jarðvarmadeild. Þar sinnti hann rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum ásamt verkefnum sem snúa að þróun jarðvarmavirkjana og bættri nýtingu þeirra. Hann varð viðskiptaþróunarstjóri á Markaðs- og viðskiptaþróunarsviði í maí 2020, en fluttist svo yfir á nýsköpunardeild við stofnun hennar í lok síðasta árs.

Sigurður lauk BSc prófi í jarðfræði árið 2006, meistaraprófi í jarðefnafræði frá Háskóla Íslands 2009, diplómanámi í verkefnastjórn við Stanford háskóla árið 2016 og meistaranámi í forystu í sjálfbærni (en: sustainablilty leadership) frá háskólanum í Cambridge árið 2020. Þar rannsakaði hann tækifæri Íslands á sviði orkufrekrar matvælaframleiðslu.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.