Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 23:32 Verslunin er rekin í húsnæði við Breiðumörk 2 í Hveragerði. Facebook Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. „Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“ Hveragerði Verslun Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“
Hveragerði Verslun Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent