Hvað ertu með í eftirdragi? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. maí 2021 09:01 Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun