Viðskipti innlent

Kristín Hrefna til Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Hrefna Halldórsdóttir.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir. Aðsend

Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Origo þess að leiða teymi gæðalausna hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu segir að Kristín Hrefna hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri Flow - Meditation for modern life.

„Þá hefur hún einnig unnið við viðskiptagreiningar hjá Valitor, viðskiptastýringu hjá Meniga og sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Hún lauk Master of Business Administration (MBA) frá Háskóla Íslands og BA gráðu í stjórnmálafræði frá sama háskóla,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×