Hljóð og mynd Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 08:01 Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun