Seinni bylgjan: Sérstakt að hann hafi verið settur á bekkinn eftir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 11:31 Martin Nagy hefur verið flottur í marki Vals í síðustu leikjum. Vísir/Vilhelm Af hverju byrjaði Martin Nagy á bekknum eftir hafa verið stórkostlegur á móti Fram? Seinni bylgjan velti fyrir sér markmannstöðunni hjá Val í Olís deild karla í handbolta. Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira