Umgengisforeldrar eru bestu foreldrar í heimi Lúðvík Júlíusson skrifar 4. maí 2021 11:31 Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun