Skoðun

Fagfélögin og 1.maí

Margrét Halldóra Arnarsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum.

Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar.

Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við.

Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga.

Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið.

Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram.

Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Opnum faðminn

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Rannveig Guðmundsdóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.