Fagfélögin og 1.maí Margrét Halldóra Arnarsdóttir skrifar 1. maí 2021 08:01 Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun