Fagfélögin og 1.maí Margrét Halldóra Arnarsdóttir skrifar 1. maí 2021 08:01 Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar