Lárus: Þetta var bara góður körfuboltaleikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2021 20:35 Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Hann segir að næstu leikir verði notaðir til að undirbúa liðið fyrir úrslitakeppnina. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega ánægður með 98-96 sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Lárus segir að í heildina hafi þetta verið góður körfuboltaleikur hjá báðum liðum. „Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05