Uppskrift þáttarins má finna hér fyrir neðan. Eva Laufey Kjaran mælir með því að fólk noti þrjú 20 cm form.
Vanillukaka með karamellukeim og karamellukremi
Þrjú form 20cm
Botnar:
- 170 g smjör, við stofuhita
- 400 g sykur
- 1 pakki saltkaramellu búðingur til dæmis frá Royal
- 5 stk egg
- 380 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1 dl hrein ab mjólk frá
- 1 dl mjólk
- 2 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C (blástur).
- Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.
- Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Sigtið þurrefnin saman og hrærið vel. Bætið Royal duftinu saman við og haldið áfram að þeyta.
- Hellið súrmjólkinni, mjólkinni og vanilludropum saman við og hrærið.
- Smyrjið þrjú form og setjið smjörpappír í botninn á þremur hringlaga formum.
- Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið við 180°C í 20 – 22 mínútur.
- Best er að kæla botnana vel áður en þið setjið á þá krem.
Karamellukrem
- 500 g flórsykur
- 500 g smjör, við stofuhita
- 1 tsk vanilludropar
- 2 – 3 msk söltuð karamellusósa
Aðferð:
- Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
- Bætið vanilludropum og saltaðri karamellusósu út í og þeytið áfram, magnið af karamellusósunni fer eftir smekk.
- Setjið kremið á milli botnanna og þekjið kökuna með kreminu.
- Útbúið svokallað dripp og skreytið kökuna gjarnan með drippinu og ferskum blómum.
Dripp:
- 120 ml rjómi
- 120 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
- Hitið rjómann að suðu.
- Saxið súkkulaði og hellið rjómanum saman við, leyfið þessu að standa óhreyfðu í 3 mínútur. Þá má hræra vel saman þar til sósan er silkimjúk. Ef þið ætlið að lita drippið þá er það gert á þessu stigi.
- Leyfið drippinu að standa svolítið en með því þykknar drippið og auðveldara að skreyta kökuna með því.